fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið

Fókus
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 13:30

Tom Cruise og Ana de Armas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórstjörnurnar Tom Cruise og Ana de Armas virðast hafa endanlega opinberað samband sitt. Parið skellti sér í göngutúr nærri heimili leikkonunnar  í Vermont-fylki og héldust í hendur meirihluta leiðarinnar. Meira þarf alþjóðlega slúðurpressan ekki og hafa myndir úr göngutúrnum birst víða.

Í nokkra mánuði hefur verið hávær orðrómur um samband stjarnanna en aldursmunurinn á parinu er 26 ár. Cruise er 63 ára gamalll og de Armas er 37 ára.

Þau sáust fyrst saman á veitingastað í London í febrúar en þá var skýringin sú að þau væru að ræða mögulegt kvikmyndaverkefni. Þá hafa þau einnig sést saman í fimmtugsafmæli David Beckham og á Oasis-tónleikum undanfarin misseri.

Útskýringarnar hafa alltaf verið á þá leið að áðurnefnt kvikmyndaverkefni, sem nú hefur komið í ljós að sé stórmyndin Deeper, og að á milli þeirra hafi skapast „sérstakt vinnusamband“ sem nú virðist hafa þróast út í ástarsamband.

Cruise er þrígiftur, þeim Mimi Rogers, Nicole Kidman og Katie Holmes, og er faðir þriggja barna. Hann á Isabellu, 32 ára, og Connor, 30 ára, með Kidman og hina 19 ára gömlu Suri með Holmes.

de Armas er barnlaus og var síðast orðuð við Manuel Anido Cuesta, sem er stjúpsonur Miguel Díaz-Canel Bermúdez, forseta Kúbu, sem er heimaland leikkonunnar. Þá var hún í sambandi við Ben Affleck á árunum 2020-2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“