Að minnsta kosti 14 manns létust í árásinni og rúmlega 5.000 veiktust.
Söfnuðurinn var bannaður og leystur upp eftir árásina og Matsumoto og 12 samverkamenn hans voru teknir af lífi 2018.
Aðrir hópar hafa haldið áfram að dreifa heimsenda skilaboðum safnaðarins síðan. Einn sá þekktasti heitir Aleph og fjölgar meðlimum hans stöðugt þrátt fyrir að starfsemi hans hafi verið takmörkuð af yfirvöldum vegna þess að söfnuðurinn hefur ekki veitt nægilega góðar upplýsingar um eignir sínar.
Leyniþjónustan skýrði frá því í síðustu viku að 31 árs sonur Asahara, sem ekki er vitað með vissu hver er, komi að ákvarðanatöku og aðgerðum á vegum samtakanna. Er hann sagður hafa verið viðriðin starfsemi þeirra síðasta áratuginn og njóti aðstoðar Tomoko Matsumoto, 66 ára ekkju Asahara.
The Japan Times segir að 2017 hafi sonurinn byrjað að kalla sig „annarrar-kynslóðar gúrú“.
Leyniþjónustan segir að samtökin séu með 20 starfsstöðvar í landinu og 1.190 fylgjendur.