fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Pressan

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt

Pressan
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegir guðs eru órannsakanlegir, eða hvað? Lögreglan í Denver ætlar að komast til botns í því máli samhliða því sem þau rannsaka meint rafmyntarsvindl. Þar eru prestur og eiginkona hans sökuð um að svíkja milljónir frá safnaðarmeðlimum sínum í rafmyntasvikamyllu, en presturinn segist hafa gert þetta að beiðni guðs.

Eligio og Kaitlyn Regalado hafa verið ákærð fyrir þjófnað, verðbréfasvik og skipulaða glæpastarfsemi. Ákæruvaldið segir hjónin hafa svikið 3,4 milljónir dala, rúmlega 420 milljónir króna, frá fjárfestum sem vildu kaupa rafmynt hjónanna, INDXCoin. Síðan fór aðeins hluti þessarar fjárhæðar í rafmyntina sjálfa, restina notuðu hjónin í að gera upp heimili sitt, lúxusfrí og munaðarvöru. Eligio heldur því fram að hann hafi verið að fylgja fyrirmælum drottins.

Rafmynt hjónanna er verðlaus og fjárfestarnir hafa tapað allri fjárfestingu sinni. Hjónin vilja þó meina að ekki sé um hefðbundna rafmynt að ræða heldur nytjamynt sem sé hægt að skipta út fyrir vörur, þjónustu eða til að veita fólki aðgang að trúartengdum hópum á netinu.

Hjónin voru handtekin fyrr í þessum mánuði en ganga nú laus gegn tryggingu. Eins hafa þau verið úrskurðuð í farbann. Independent hafði samband við prestinn til að gefa honum kost á að tjá sig. Hann segir að drottinn sjálfur hafi átt hugmyndina að rafmyntinni árið 2021. Presturinn boðaði söfnuði sínum í kjölfarið hið heilaga orð – Guð hefði birt honum vitrun um að hann og eiginkona hans ættu að byrja með rafmynt. Þau hvöttu fjárfesta til að „hafa trú“ á því að rafmyntin myndi verða þeim blessun og færa þeim auð. Guð hefði nefnilega lofað því að allir sem keyptu rafmyntina yrðu ríkir.

Ákæruvaldið hefur farið fram á kyrrsetningu eigna hjónanna og eins eru hjónin krafin um endurgreiðslu á fjárfestingunni.

Eligio birti söfnuði sínum yfirlýsingu síðasta sumar þar sem hann neitaði sök í málinu. Hann sagðist hafa ætlað að halda sér til hlés og leyfa málinu að fara rétta leið í réttarvörslukerfinu. Guð hafi þó verið á öðru máli og sagt: „Sonur sæll, þú verður að tjá þig. Þú þarft að tjá þig um þessa illu aðför að lífi þínu og koma hreint fram gagnvart söfnuðinum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvænt tíðindi af tungunni

Óvænt tíðindi af tungunni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Samsæriskenningarsmiðir telja brögð í tafli varðandi Epstein-málið, varaforsetann og eiganda FOX-fréttastofunnar

Samsæriskenningarsmiðir telja brögð í tafli varðandi Epstein-málið, varaforsetann og eiganda FOX-fréttastofunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Afbrotafræðingur myrti fjóra háskólanema á meðan þeir sváfu og neitar að útskýra hvers vegna – Aðstandendur láta hann heyra það

Afbrotafræðingur myrti fjóra háskólanema á meðan þeir sváfu og neitar að útskýra hvers vegna – Aðstandendur láta hann heyra það