fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart að Steven Caulker, fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, hafi ekki byrjað eða komið við sögu með Stjörnunni í leiknum gegn Aftureldingu í Bestu deildinni í gær.

Stjarnan fékk Caulker til sín á dögunum en þurfa stuðningsmenn áfram að bíða eftir því að sjá hann í bláu treyjunni.

„Þeir leggja gríðarlega áherslu á hann og hann er bara geymdur á bekknum,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, í hlaðvarpinu Innkastið á miðlunum.

Valur Gunnarsson benti á að Sindri Þór Ingimarsson hafi farið meiddur af velli í fyrri hálfleik. Einhverjir hefðu þá haldið að Caulker kæmi inn á.

„Þeir missa varnarmann út af á 37. mínútu og hann kemur ekki inn á. Mér finnst það voðalega skrýtið, þú ert búinn að vera með hann í mánuð.“

Stjarnan vann leikinn 4-1 eftir að hafa lent undir. Liðið skoraði öll mörk sín eftir að Axel Óskar Andrésson í liði Mosfellinga fékk að líta rauða spjaldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Boðið að kaupa spænskan varnarmann sem getur komið frítt í sumar

Boðið að kaupa spænskan varnarmann sem getur komið frítt í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Í gær

Semenyo kynntur á föstudaginn

Semenyo kynntur á föstudaginn