fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Pressan

Dularfullt hvarf ungs Breta á Tenerife

Pressan
Mánudaginn 28. júlí 2025 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla á Tenerife, sem og lögregluyfirvöld í Wales, lýsa eftir 28 ára gömlum breskum manni sem talinn er hafa flogið til Tenerife frá Manchester-flugvelli í Englandi þann 7. júlí.

Síðast sást til Gerallt, eins og maðurinn heitir, er hann fór frá heimili sínu í bænum Llandudno í Norður-Wales, þann 4. júlí. Talið er fullvíst að hann hafi flogið frá Manchester til Tenerife þann 7. júlí en hann skilaði sér ekki í heimflugið þann 12. júlí, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu.

Lögreglan í Norður-Wales kallar manninn aðeins Gerallt í tilkynningu sinni og segir að hún hafi vaxandi áhyggjur af velferð hans. Á hún í samstarfi við yfirvöld á Kanaríeyjum og breska sendiráðið í Tenerife við rannsóknina.

Gerallt er sagður vera 1,70 m á hæð með stutt svart hár. Þegar síðast sást til hans var hann í svarbláum íþróttagalla.

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eða hafa séð Gerallt og eru staddir á Tenerife eru beðnir um að hringja í síma 091 og greina lögregluyfirvöldum á Tenerife frá vitneskju sinni.

Lögreglan í Norður-Wales segir: „Við hvetjum hvern þann sem kann að vita um verustað Gerallt, eða hann sjálfan, að gefa sig fram og láta okkur, eða fjölskyldu hans vita að hann sé heill á húfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Slæmar fréttir fyrir börn sem eiga eða langar í snjallsíma

Slæmar fréttir fyrir börn sem eiga eða langar í snjallsíma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Munnljótu tuskudýrin sem tröllríða samfélagsmiðlum – Safnið telur 150 stykki að andvirði 1,2 milljónir

Munnljótu tuskudýrin sem tröllríða samfélagsmiðlum – Safnið telur 150 stykki að andvirði 1,2 milljónir