fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Pressan
Sunnudaginn 3. ágúst 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við það sem SensorTower.com, sem fylgist með niðurhali í App Store, þá er Tea Dating Advice orðið vinsælasta ókeypis appið í Bandaríkjunum og númer eitt af lífsstílsöppum.

Milljónir bandarískra kvenna hafa hlaðið Tea Dating Advice appinu niður en því er að sögn ætlað að finna þá karla sem teljast undirförlir, leyna því að þeir séu kvæntir og veita konum vernd gegn körlum á Internetinu.

Fólkið á bak við appið segir að tæplega ein milljón nýrra notenda hafi bæst við í síðustu viku og nú noti rúmlega fjórar milljónir kvenna appið.

Appið hefur verið gagnrýnt fyrir að beinast gegn körlum og fyrir gagnaleka þar sem ljósmyndum 13.000 notenda var lekið.

En hvað gerir þetta app og af hverju er það svo umdeilt?

Appið gerir notendum kleift að birta nafnlausar færslur um karlmenn sem þær eru að deita. Þetta á enn sem komið er aðeins við í Bandaríkjunum.

Á vefsíðu appsins segir að það hafi verið sett í loftið til að færa konum „verkfærin sem þær þurfa til að geta deitað örugglega“. Appið býður upp á gervigreind við að leita að ljósmyndum út frá öðrum ljósmyndum, er þetta ætlað til að leita að fölskum ljósmyndum í stefnumótaprófílum.

Appið býður einnig upp á leit að símanúmerum til að sjá ef karlar eru í raun kvæntir, það býður einnig upp á leit í sakaskrá og skrám yfir kynferðisbrotamenn.

Þessir möguleikar eru ekki bara bundnir við Tea því flestir þeirra eru aðgengilegir fyrir almenning. En í appinu er hægt að nota þá alla saman.

Tea stærir sig einnig af að vera „stærsti hópur bandarískra kvenna, þar sem notendur deila reynslu sinni, nafnlausum upplýsingum um stefnumót og veitir stuðning“.

Sean Cook stofnaði appið 2023 eftir að móðir hans hafði verið blekkt af körlum á netinu og hafði rætt við menn með sakaferil þegar hún notaði stefnumótaöpp og síður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut