Chelsea gæti fengið allt að 40 milljónir evra fyrir leikmann sem þeir keyptu frá Basel síðasta sumar.
Þetta kemur fram í nokkrum miðlum en Fabrizio Romano er á meðal þeirra sem fjalla um málið.
Romano segir að Renato Veiga sé ofarlega á óskalista Atletico Madrid og mun félagið hefja viðræður við Chelsea í dag.
Veiga er búinn að samþykkja að ganga í raðir Atletico en hvort félagið sé tilbúið að borga 40 milljónir mun koma í ljós.
Veiga er 21 árs gamall og kom frá Basel í júlí í fyrra fyrir 14 milljónir evra.