Það er ansi augljóst hver er vinsælasti leikmaður Barcelona í dag en það er táningurinn Lamine Yamal.
Yamal er 18 ára gamall sóknarmaður sem hefur fengið nýtt númer á Spáni og klæðist nú tíunni á Nou Camp.
Barcelona byrjaði að selja treyjur merktar Yamal með 10 á bakinu fyrir helgi og seldi yfir 70 þúsund treyjur á fyrsta degi.
Það hefur skilað gríðarlega miklu í kassann hjá spænska félaginu og minnir á treyjusölu Lionel Messi sem var um tíma lang vinsælasti leikmaður félagsins.
Mörghundruð stuðningsmenn Barcelona voru mættir fyrir utan Nou Camp til að kaupa treyju og þá voru mörgþúsund manns sem keyptu eina á netinu.