fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 18. júlí 2025 15:00

Tjaldmiðstöðin Flúðum. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn á Flúðum í nótt eftir að hann gekk berserksgang á svæðinu.

Maðurinn er með hjólhýsi á sumarsvæðinu og samkvæmt sjónarvottum mun atvikið í nótt hafa átt sér stað vegna ágreinings mannsins um lengd milli hýsana á svæðinu. Samkvæmt reglum eiga að vera 5 – 6 metrar á milli, en maðurinn vildi meina við lögregluna að aðeins væru 2 metrar milli hans hýsis og annars. 

Samkvæmt heimildum DV mun maðurinn hafa komið ölvaður akandi á bíl sínum á svæðið í nótt og gengið berserksgang.

„Fólk varð hrætt og er brugðið.“

Samkvæmt myndböndum af vettvangi sem DV hefur undir höndum var maðurinn handjárnaður og færður í lögreglubifreið af tveimur lögreglumönnum.

Að sögn sjónarvotta mun maðurinn vera þekktur fyrir drykkju, læti og yfirgang á svæðinu. Og er hann sagður hafa verið beðinn um að yfirgefa önnur sumarhýsasvæði vegna hegðunar sinnar. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Í gær

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Í gær

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést