Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn á Flúðum í nótt eftir að hann gekk berserksgang á svæðinu.
Maðurinn er með hjólhýsi á sumarsvæðinu og samkvæmt sjónarvottum mun atvikið í nótt hafa átt sér stað vegna ágreinings mannsins um lengd milli hýsana á svæðinu. Samkvæmt reglum eiga að vera 5 – 6 metrar á milli, en maðurinn vildi meina við lögregluna að aðeins væru 2 metrar milli hans hýsis og annars.
Samkvæmt heimildum DV mun maðurinn hafa komið ölvaður akandi á bíl sínum á svæðið í nótt og gengið berserksgang.
„Fólk varð hrætt og er brugðið.“
Samkvæmt myndböndum af vettvangi sem DV hefur undir höndum var maðurinn handjárnaður og færður í lögreglubifreið af tveimur lögreglumönnum.
Að sögn sjónarvotta mun maðurinn vera þekktur fyrir drykkju, læti og yfirgang á svæðinu. Og er hann sagður hafa verið beðinn um að yfirgefa önnur sumarhýsasvæði vegna hegðunar sinnar.