fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 18. júlí 2025 15:00

Tjaldmiðstöðin Flúðum. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn á Flúðum í nótt eftir að hann gekk berserksgang á svæðinu.

Maðurinn er með hjólhýsi á sumarsvæðinu og samkvæmt sjónarvottum mun atvikið í nótt hafa átt sér stað vegna ágreinings mannsins um lengd milli hýsana á svæðinu. Samkvæmt reglum eiga að vera 5 – 6 metrar á milli, en maðurinn vildi meina við lögregluna að aðeins væru 2 metrar milli hans hýsis og annars. 

Samkvæmt heimildum DV mun maðurinn hafa komið ölvaður akandi á bíl sínum á svæðið í nótt og gengið berserksgang.

„Fólk varð hrætt og er brugðið.“

Samkvæmt myndböndum af vettvangi sem DV hefur undir höndum var maðurinn handjárnaður og færður í lögreglubifreið af tveimur lögreglumönnum.

Að sögn sjónarvotta mun maðurinn vera þekktur fyrir drykkju, læti og yfirgang á svæðinu. Og er hann sagður hafa verið beðinn um að yfirgefa önnur sumarhýsasvæði vegna hegðunar sinnar. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Í gær

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“
Fréttir
Í gær

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“
Fréttir
Í gær

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“