fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. júlí 2025 10:30

Pólska sendiráðið tilkynnti þegnum sínum ekki um eldgosið fyrr en nærri 12 tímum eftir að það hófst. Mynd/Pólska sendiráðið í Reykjavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólska sendiráðið á Íslandi varaði ekki við eldgosinu í Sundhnúkagígum fyrr en 12 tímum eftir að það hófst. Í Póllandi er óánægja og óvissa með hvort viðbragð utanríkisþjónustunnar sé nógu snöggt.

Greint er frá þessu í miðlinum Wiadomosci Gazeta.

Eldgosið í Sundhnúksgígaröðinni hófst um fjögur leytið aðfaranótt 16. júlí, það tólfta á Reykjanesskaga síðan árið 2021.

Það var hins vegar ekki fyrr en klukkan 15:27 sem pólska sendiráðið á Íslandi setti inn færslu á samfélagsmiðla til þess að vara pólska þegna við gosinu og greina frá auknu viðbragði íslenskra yfirvalda til verndar almenningi.

Engan Pólverja hefur sakað í eldgosinu en málið hefur vakið upp efasemdir um viðbragð pólsku utanríkisþjónustunnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem viðbragðið er seint á undanförnum misserum. Nefnt er dæmi um að pólska utanríkisþjónustan hafi verið sein að uppfæra viðvaranir og tilkynningar varðandi stríð Ísrael og Íran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brá við að finna tannstöngul í hurðinni – „Djöfull er þetta vel úthugsað hjá þessum skröttum“

Brá við að finna tannstöngul í hurðinni – „Djöfull er þetta vel úthugsað hjá þessum skröttum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu