Breska leikkonan og fyrirsætan Elizabeth Hurley lýsir í færslu á Instagram leyndarmálinu um hvernig á að taka fallegar bikínimyndir.
„BANNIÐ sólarljós fyrir ofan ykkur,“ skrifaði leikkonan, sem er orðin sextug, við mynd af sér tekin innandyra í bikiní úr eigin línu, Elizabeth Hurley Beach.
„Þegar þú tekur myndir af bikiníum eru sólarupprás eða sólsetur bestu vinir þínir. Við tókum þessa klukkan 7… Klukkan 8 var ég að slaka á og varin fyrir hinni banvænu sól.“
Hurley deilir oft af sér kynþokkafullum bikinímyndum, oftast íklædd bikiní frá eigin merki.
Í síðasta mánuði fagnaði Hurley 60 ára afmæli sínu með því að sitja nakin fyrir.