Darwin Nunez er ekki lengur á óskalista ítalska félagsins Napoli en þetta segir Fabrizio Romano.
Nunez hefur mikið verið orðaður við Napoli í sumar en útlit er fyrir að hann fari ekki til félagsins.
Önnur félög eru þó að horfa til framherjans en líkur eru á að hann geri samning í Sádi Arabíu eða Katar.
Liverpool vill um 60 milljónir evra fyrir Nunez og er Napoli ekki tilbúið að borga þá upphæð.
Nunez hefur ekki staðist væntingar hjá Liverpool og spilaði ekki stórt hlutverk í vetur.