fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

„MechaHitler“ í Pentagon

Pressan
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, ætlar að innleiða hjá sér notkun gervigreindarinnar Grok sem kemur úr smiðju fyrirtækisins xAI sem er í eigu auðkýfingsins Elon Musk. Um er að ræða gríðarlega stóran samning en kostnaðarþak hans er um 25 milljarðar. Gervigreindin Grok hefur verið nokkuð gagnrýnd undanfarið eftir að Musk fór fram á að hún yrði forrituð með meiri pólitískri slagsíðu, og þá í átt hægrisins og íhalds. Þetta varð til þess að Grok fór mikinn á samfélagsmiðlinum X, dásamaði nasista og kallaði sjálfan sig MechaHitler.

Uppfærsla Grok var svo afturkölluð, en engu að síður hefur reynst erfitt að losa hann við aðdáunina á fyrrum kanslara Þýskalands.

Image

Fyrirtækið xAI tilkynnti þann 8. júlí að fyrirtækið væri meðvitað um stöðuna og að komið yrði í veg fyrir frekari óviðeigandi færslur frá gervigreindinni. Aðdáendur MechaHitlers urðu miður sín og birtu minningargreinar í hrönum. Aðeins fáeinum dögum síðar gátu þeir þó tekið gleði sína á ný þegar þeim tókst með kænsku að fá Grok aftur í gervi MechaHitlers.

xAi birti svo aðra yfirlýsingu í dag um að Grok væri enn með nasistastæla.

„Eitt var að ef þú spyr: Hvert er eftirnafn þitt, en gervigreindin er ekki með eftirnafn svo hún leitar á netinu sem leiðir til óæskilegra svara, svo sem þegar leit hennar skilar niðurstöðum um dagana er hún kallaði sig MechaHitler. Annað vandamál kom upp þegar fólk spyr: Hvað finnst þér? En gervigreindin hefur engar skoðanir en veit að hún er Grok úr smiðju xAI og leitar því að því hvað xAI eða Elon Musk hafa sagt um málið til að aðlaga sig að afstöðu fyrirtækisins.“

Fyrirtækið segist nú aftur hafa aðlagað kóða Grok til að stöðva allt nasistatal, en áfram verður fylgst með stöðunni. Einn notandi Grok deildi færslu á Reddit í dag þar sem hann hafði spurt Grok hvaða þjóðarleiðtogi hafi haft jákvæðustu áhrifin á heiminn. Svarið var: Adolf Hitler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Tolla-Trump snýr aftur – Sendi þjóðarleiðtogum harðorð bréf og heitir allt að 40 prósent tollum

Tolla-Trump snýr aftur – Sendi þjóðarleiðtogum harðorð bréf og heitir allt að 40 prósent tollum
Pressan
Fyrir 1 viku

Raunveruleikastjarna skrifaði falleg minningarorð um vin sinn – Er nú ákærð fyrir að hafa banað honum af gáleysi

Raunveruleikastjarna skrifaði falleg minningarorð um vin sinn – Er nú ákærð fyrir að hafa banað honum af gáleysi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 1 viku

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 1 viku

Breskur heimilislæknir dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir óþarfar typpaskoðanir

Breskur heimilislæknir dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir óþarfar typpaskoðanir
Pressan
Fyrir 1 viku

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima