fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 12:00

Mynd: Grok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi þar sem þeir eru stór áhættuvaldur varðandi sortuæxli, húðkrabbamein sem dregur um tíu Íslendinga árlega til dauða.

Þetta kom fram á Bylgjunni í morgun.

Jenna segir að sólbrúnka sé varnarviðbrögð húðarinnar og hún sé ekki af því góða. Sólbaðshegðun ýti undir húðkrabbamein. Hún blæs á kenningar um að sólarvörn sé skaðleg og segir þær byggja á mjög langsóttum rannsóknum. Hvað sólarvörn varðar sé ávallt hægt að treysta CE-merktum vörum.

Jenna segir að hér á Íslandi eigum við að bera á okkur sólarvörn daglega frá apríl, frá þeim tíma þegar sólin verður orkuríkari og skín inn um gluggana.

Jenna beinir síðan spjótum sínum að ljósabekkjum:

„Ef við tölum um ljósabekki þá er algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá,“ segir hún og bendir á að aðeins þrjú lönd í heiminum hafi bannað ljósabekki, Ástralía, Brasilía og Íran. Mjög æskilegt sé að Ísland bætist í þann hóp enda valdi ljósabekkir fleiri krabbameinstilfellum en sígarettur. „Við erum með sígarettur sem lagðir eru á miklir tollar og skattar á þær vegna þess að þær eru heilsuspillandi. Síðan erum við með ljósabekki hérna út um allt og engir skattar á þeim – Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur flokkar ljósabekki sem krabbameinsvaldandi efni.“

„Mér finnst að við Íslendingar ættum hreinlega að banna þetta. Við vorum ein af þeim fyrstu hérna um aldamótin að banna innan 18 ára. Það voru mörg lönd síðan sem fylgdu á eftir okkur. Það var rosalega gott því ef að þú færð í rauninni sólbruna eða brennur undir tvítugu þá ertu búinn að auka áhættuna á sortuæxlum um 75 prósent. Ef þú ert með fimm bruna undir tvítugu þá ertu búinn að auka áhættuna verulega og ef þú ert búinn að fara í ljós fyrir 35 ára aldur þá ertu búin að auka áhættuna á sortuæxlum yfir ævina um 85 prósent.“

Jenna segir að yfir 50 manns greinist árlega hér á landi með sortuæxli. „Konur greinast að meðaltali um fimmtugt og karlar um sextugt. Það eru tíu sem deyja á hverju ári úr sortuæxli. Það er ekkert grín að fá sortuæxli,“ segir Jenna.

Umræðuna í heild má hlýða á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings