fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Studdi Trump til valda en ekki lengur eftir að honum var vísað úr landi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. júlí 2025 07:30

Chris Landry/Skjáskot af NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldufaðir frá New Hampshire segist hafa verið ákafur stuðningsmaður Donald Trump í síðustu forsetakosningum. Eftir að hafa orðið sjálfur fyrir barðinu á hatrammri innflytjendastefnu stjórnvalda hefur sá stuðningur snúsist upp í andhverfu sína. NBC greindi frá.

Hinn 46 ára gamli Chris Landry hefur búið í New Hamsphire- fylki í Bandaríkjum frá þriggja ára aldri eftir að hafa flust þangað frá Kanada þar sem hann fæddist. Hann á eiginkonu, fimm börn og starfar í verksmiðju.

Á dögunum skellti hann sér með fjölskylduna í heimsókn til ættingja sinna til Kanada en þegar hann hugðist snúa heim var hann stöðvaður á landamærunum.

Ástæðan var sú að Landry fékk árið 2004 vægan dóm fyrir vörslu maríjúana og þremur árum síðar var hann sviptur ökuleyfi um skeið.

Síðan þá hefur Landry gengið hina beinu braut réttvísinnar og því kom honum verulega á óvart að vera yfirheyrður um þessar gömlu syndir.

Þremur klukkustundum síðar var honum tilkynnt að hann mætti ekki snúa aftur Bandaríkjanna, landvistarleyfi hans og græna kortið var dregið tilbaka.

Landry, sem gat þó ekki kosið Trump til valda því hann er kanadískur ríkisborgari, segist nú svartsýnn á að hann geti í nánustu framtíð búið með fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að eiginkonan og börnin fimm séu bandarískir ríkisborgarar.

Hann segist nú freista þess að fá úrskurðinum snúið við í gegnum dómskerfið en eitt sé ljóst, hann mun ekki styðja Donald Trump áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna