fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 13:30

Logan flugvöllur í Boston. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur maður á fertugsaldri var handtekinn í apríl, ákærður fyrir að flytja inn barnaklám af börnum allt niður í fjögurra ára gömul. Grunsemdir vöknuðu um manninn eftir að hann kom frá Íslandi í október.

Maðurinn heitir Brent Vreeland og er 36 ára gamall, búsettur í bænum Ashland í Massachusetts fylki. Í október vöknuðu grunsemdir eftir að hann flaug frá Keflavík til Boston. Var ákveðið að gera aðra leit á honum síðar.

Sú leit fór fram í apríl og fannst þá barnaklám í fórum hans og fórnarlömbin talin vera á aldrinum fjögurra til tíu ára gömul. Voru þetta um 30 skrár og talið að hann hafi notað forritið Telegram til að flytja þær. Í forritinu sést meðal annars að Vreeland hafi óskað eftir að fá efni af „yngstu börnum sem þeir eiga.“

Vreeland hefur verið ákærður fyrir vörslu, dreifingu og innflutning á barnaklámi til Bandaríkjanna. Ef fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm og að minnsta kosti 5 ára dóm sem og sekt upp á 250 þúsund dollara, eða 30 milljónir króna. Eftir það tæki við ævilöng eftirfylgni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil ógn af Rússum og efast um Bandaríkjamenn komi til varnar

Mikil ógn af Rússum og efast um Bandaríkjamenn komi til varnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hödd mætir Herði í dómsal – „Ég trúi því að sannleikurinn sigri að lokum“

Hödd mætir Herði í dómsal – „Ég trúi því að sannleikurinn sigri að lokum“