fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fókus

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. júlí 2025 07:30

VÆB. Mynd: Mummi Lú

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta gerist ekki af sjálfu sér og við fjölskyldan erum öllum afar þakklát. Net þeirra sem koma að því að gæta öryggis og velferða gestanna okkar, gleði þeirra og þörfum er ansi umfangsmikið þegar allt er upp talið og þakklætið er mikið þegar hlutirnir ganga svona vel.“

15 ára afmælishátíð tókst í alla staði vel segja skipuleggjendur 

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram um helgina á Selfossi í einmuna veðurblíðu. Hátíðin náði hámarki á laugardag. Mikill fjöldi sótti grillhátíðina í Sigtúnsgarði, þar sem boðið var upp á tívolí, markað, kynningar, BBQ Festival og Stóru grillsýninguna. Á sama tíma fór fram árleg kótelettusala til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB). Kótelettusalan er orðinn órjúfanlegur hluti hátíðarinnar og hefur verið það um margra ára skeið.

Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Klara Einars. Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Einar Bárðarsson og Einar Björnsson. Mynd: Mummi Lú

Magnað stjörnufans 

Á laugardagskvöld fóru svo fram lokatónleikar hátíðarinnar á Eimskips-sviðinu við Hvíta húsið, vel fram á nótt, og tókst afar vel til. Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við Björgvin Halldórsson, Friðrik Dór, Daníel Ágúst, Aron Can, Svölu Björgvins var leynigestur, Stuðlabandið, VÆB, Patr!k, Love Guru og fjöldi annarra. 

Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
VÆB. Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú

Jakob Stuðmaður og Svala Björgvins óvæntir leynigestir 

Þá steig Jakob Frímann Magnússon á stokk með Stuðlabandinu og söng nokkur vel valin Stuðmannalög en það er ekki á hverjum degi sem hann stígur á svið án hljómborðsins. Ljósmyndari hátíðarinnar, Mummi Lú, fór á kostum við að fanga þennan magnaða hóp listamanna á sviðinu, og hér fylgja nokkrar vel valdar myndir frá honum.Þakklæti frá skipuleggjendum. 

Svala. Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Love Guru. Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Patrik Atlason. Mynd: Mummi Lú

Umfangsmikið skipulag  

Undir morgun fór svo að rigna og ringdi aðeins á gesti tjaldstæðanna í fram undir morgun. Skipuleggjendur vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til allra gesta hátíðarinnar sem skemmtu sér konunglega í blíðskaparveðri. Að sama skapi eru viðbragðsaðilum og öllu starfsfólki færðar sérstakar þakkir fyrir frábært og óeigingjarnt starf.

Patrik Atlason. Mynd: Mummi Lú
Páll Óskar. Mynd: Mummi Lú

Friðrik Dór. Mynd: Mummi Lú
Friðrik Dór. Mynd: Mummi Lú

Við fjölskyldan erum öllum afar þakklát

„Þetta er fimmtán ára afmæli og vélin sem þessi hátíð er gengur alltaf betur og betur með hverju árinu,“ segir Einar Björnsson, stofnandi og skipuleggjandi hátíðarinnar. „Þetta gerist ekki af sjálfu sér og við fjölskyldan erum öllum afar þakklát. Net þeirra sem koma að því að gæta öryggis og velferða gestanna okkar, gleði þeirra og þörfum er ansi umfangsmikið þegar allt er upp talið og þakklætið er mikið þegar hlutirnir ganga svona vel.“

VÆB. Mynd: Mummi Lú
Jakob Frímann Magnússon. Mynd: Mummi Lú.
Björgvin Halldórsson. Mynd: Mummi Lú.
Jakob Frímann Magnússon. Mynd: Mummi Lú.
Björgvin Halldórsson. Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Daníel Ágúst. Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Aron Can. Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Ragga Holm og Elma trúlofaðar