fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. júlí 2025 11:00

Skrifstofa Félagsbústaða er í Þönglabakka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjólstæðingur Félagsbústaða segir að búslóð hans hafi verið fargað í vor án vitundar hans eða samþykki. Þar á meðal hafi verið verðmætt málverkasafn, sem innihélt meðal annars dýrgripi eins og verk eftir Alfreð Flóka, Nínu Tryggvadóttur og Tolla,  auk annarra eigna sem höfðu verið í vörslu stofnunarinnar í tvö ár.

Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins.

Í fréttinni kemur fram að viðvörun um hina yfirvofandi förgun eigna hafi verið send á skráð heimilisfang mannsins, sem var íbúð á vegum Félagsbústaða, en þar hafði hann ekki búið í eitt og hálft ár. Þá hafi hann ekki orðið var við tölvupóst á netfang sitt en ekkert símtal barst frá stofnuninni.

Búslóðin var geymd í gámi á vegum Félagsbústaða, í tvö ár eins og áður segir, en þeim var svo fargað tveimur mánuðum eftir að viðvörunin var send út í vor.

Segist skjólstæðingurinn, sem er á batavegi eftir harða baráttu við fíkniefnadjöfulinn, sjá mjög eftir verkunum en engar upplýsingar liggja fyrir frá Félagsbústöðum um hvernig staðið var að förguninni sem var falin verktökum.

Ítarlega umfjöllun um málið má lesa á vef Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“