fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Salt Path-skandallinn skekur Bretland – Dramatísk sjálfsævisaga reyndist uppfull af lygum

Fókus
Sunnudaginn 13. júlí 2025 12:00

Stórleikararnir Gillian Anderson og Jason Isaacs í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Salt Path

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2018 sló bókin „The Salt Path“ eftir rithöfundinn Raynor Winn í gegn á Bretlandseyjum og í raun um allan heim. Bókin var sögð byggja á persónulegri reynslu Winn og eiginmanns hennar. Þau hafi misst heimili sitt eftir að hafa tekið lán og fjárfest í fyrirtæki vinar þeirra á árunum í kringum efnahagshrunið 2008. Fjárfestingin hafi mistekist hrapalega og í kjölfarið hafi lánadrottnar gengið að heimili þeirra.

Hollywood og um 1,6 milljarður í gróða

Í kjölfarið hafi hjónin heimilislausu, sem voru á sextugsaldri, ákveðið að leggja af stað í langa gönguferð um suðvesturströnd Englands, sem tók upp undir ár, sem var dramatísk í meira lagi, ekki síst vegna þess að eiginmaður Winn, Moth, greindist með banvænan hrörnunarsjúkdóm, CBD .

The Salt Path sló í gegn og seldist í tveimur milljónum eintaka og var það af stórum hluta rakið til þess að um áhrifaríka sanna sögu var að ræða. Þá var myndinni gerð skil á hvíta tjaldinu í fyrra og fóru stórleikararnir Gillian Anderson og Jason Isaacs með hlutverk Winn-hjónanna. Talið er að Raynor Winn hafi hagnast um 10 milljónir punda, sem nemur 1,6 milljarði króna, af verkinu.

En nú bendir margt til þess að sagan sé ekki fyllilega sönn.

Winn-hjónin sem heita í raun Tim og Sally Walker

Margt logið í frásögninni

Rannsóknarblaðamaður breska miðilsins The Observer vann á dögunum grein um tilurð bókarinnar sem hefur vakið gríðarlega athygli á Bretlandseyjum. Í greininni kemur í fyrsta lagi fram að rithöfundurinn Raynor Winn heiti í raun Sally Walker og eiginmaður hennar heiti Tim.

Þau misstu sannarlega heimili sitt en hvernig það atvikaðist var með öðrum hætti en lýst var í bókinni. Sally hafði gerst sek um fjárdrátt hjá fyrrum vinnuveitanda. Hún slapp við kæru gegn því að gera skuldina upp og það gerðu hjónin með láni frá vini þeirra með veði í heimili þeirra. Þegar sá vinur lenti í alvarlegum fjárhagskröggum gengu lánadrottnar að heimili Walker-hjónanna til þess að gera upp skuldina.

Í grein The Observer kemur einnig fram að Walker-hjónin hafi einnig átt fasteign í Frakklandi, sem þau misstu ekki og voru því fjarri að vera heimilislaus.

Þá hafa læknar sett fram verulegar efasemdir um sjúkdómsgreiningu Tim – hann hafi til að mynda lifað helmingi lengur en áætlaðar lífslíkur fólks með áðurnefndan hrörnunarsjúkdóm.

Staðfesti að ýmislegt var ekki sannleikanum samkvæmt

Raynor Winn brást við grein The Observer með yfirlýsingu þar sem hún staðfesti að hluti ásakanna var réttur. Þar sagðist hún sjá verulega eftir fjárdrættinum sem kostaði hjónin heimili sitt en fullyrti ennfremur að heimilið í Frakklandi hefði verið í niðurníðslu og í raun verðlaust.

Þá hafi það verið mikil blessun að sjúkdómur eiginmannsins hafi reynst ódæmigerður og því hafi framþróun hans verið hægari en gengur og gerist.

Eins og áður segir hafa afhjúpanirnar vakið mikla athygli á Bretlandseyjum. Góðgerðasamtök hafa sagt skilið við samstarf með Winn og hún hefur aflýst um 17 viðburðum þar sem ráðgert var að hún myndi lesa upp úr og ræða bók sína.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum