fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Eyjan

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump

Eyjan
Sunnudaginn 13. júlí 2025 10:30

Andartakið þegar Sigmundur líkti Kristrúnu við Trump. Kolbrúnu og öðrum augljóslega brugðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, líkti Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, við Donald Trump, Bandaríkjaforseta í ræðupúlti Alþingis í gær. Samanburðurinn, sem var Kristrúnu ekki beint í hag, hefur vakið nokkra athygli.

Þegar Sigmundur steig í pontu var ekki enn búið að semja um þinglok. Sagði Sigmundur forsætisráðherra ekki hafa tekist að ljúka þingstörfum og semja um þinglok eins og forverar hennar hafi gert árum saman.

„Hæstvirtum forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga tekst ekki enn að ljúka þingstörfum,“ sagði Sigmundur.

Hann bætti við að hann yrði að gæta sanngirni við Bandaríkjaforseta, „sem væri nýbúinn að koma í gegn sínu stærsta frumvarpi en hafi gert það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins.“

„Því er ekki fyrir að fara í hæstvirtum forsætisráðherra Íslands.“

Kolbrún Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, sá sig í kjölfarið knúna til þess að biðja þingmanninn um að gæta orða sinna.

Hér má sjá myndband af atvikinu

althingi-clip-1752338999
play-sharp-fill

althingi-clip-1752338999

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Hide picture