fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Fókus
Föstudaginn 11. júlí 2025 14:00

Aaron Phypers og Denise Richards. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun vikunnar var greint frá því að leikkonan og raunveruleikastjarnan Denise Richards og leikarinn Aaron Phypers eru að skilja. Hann sótti um skilnað á mánudaginn og krefst framfærslu frá Richards.

Þetta kom mörgum á óvart, og jafnvel Richards sjálfri en fyrir fjórum mánuðum sagðist hún „aldrei“ ætla að slíta sambandi sínu við Phypers.

Sjá einnig: Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu

Hún sagði þetta í raunveruleikaþættinum Denise Richards & Her Wild Things.

„Það er ekki auðvelt að vera giftur mér,“ sagði hún við Phypers og hann svaraði: „Það er rétt, og hún sagði það!“

„Já, ég ætla aldrei að skilja aftur. Þó svo að við hötum hvort annað, ég ætla ekki að fokking skilja,“ sagði leikkonan.

„Við munum bara búa í sitthvoru húsinu,“ sagði hann.

En það breyttist á mánudaginn þegar Phypers sótti um skilnað. Hann sagði að ástæða skilnaðarins væri óleysanlegur ágreiningur. Þau byrjuðu saman í júní 2017 og giftust ári seinna.

Sjá einnig: Dóttirin birti óræð skilaboð um eitruð sambönd degi áður en skilnaðurinn var gerður opinber

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum