fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. júlí 2025 08:30

Skjáskot af myndbandi þar sem sjá má Ivan Voronych nokkrum andartökum fyrir morðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háttsettur úkraínskur njósnari, Ivan Voronych, var skotinn til bana um hábjartan dag í Kiev í gær. Upptaka af ódæðinu úr öryggismyndavél hefur verið í talsverðri dreifingu á samfélagsmiðlum og verið umfjöllunarefni helstu fjölmiðla heims.

Á myndbandinu sést Voronych ganga rólega yfir götu í Holosiivskyi-hverfinu í Kiev þegar flugumaður kemur skyndilega hlaupandi upp að honum, skýtur hann ítrekað af stuttu færi og forðar sér síðan á hlaupum. Eitthvað er af fólki í kring en flestir voru lengi að átta sig á því hvað væri í gangi því morðinginn notaði byssu með hljóðdeyfi.

Voronych lést samstundis en kollegar hans hafa sakað Rússa.

Stríðandi fylkingar hafa báðar staðið fyrir launmorðum á háttsettum einstaklingum frá því að stríðið hófst árið 2022. Aðeins eru liðnir þrír mánuðir síðan að rússneski hershöfðinginn Yaroslav Moskalik fórst þegar bifreið hans var sprengd í loft upp í íbúðahverfi í útjaðri Moskvu.

Hér má sjá umfjöllun Sky News um morðið á Voronych:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“