Sveindís Jane Jónsdóttir ræddi við blaðamenn seint í gærkvöldi eftir leik Íslands og Noregs á EM í Sviss.
Sveindís átt flottan leik fyrir Ísland sem tapaði 4-3 en stelpurnar okkar voru úr leik áður en flautað var til leiks.
,,Við fáum á okkur fjögur mörk sem er ekki nógu gott og skorum þrjú og við viljum að þrjú sé nóg til að vinna leiki,“ sagði Sveindís.
,,Ég get sagt það sjálf að þetta hafi verið minn besti leikur á mótinu en hann kemur þegar það er ekkert undir, við erum nú þegar úr leik.“
,,Öll liðin hér eru frábær og hafa gert vel til að komast hingað en auðvitað erum við ekki sáttar með þetta.“