fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 16:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn, Steingrímur Jón Ólafsson og Ómar Sigurðsson, hafa verið sakfelldir fyrir alvarleg brot gegn skatta- og bókhaldslögum í tengslum við rekstur einkahlutafélaga. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum þar sem mennirnir voru dæmdir fyrir vísvitandi vanrækslu á skattskilum, ólögmæta úttekt fjármuna og brot gegn lögbundinni bókhaldsskyldu. Steingrímur hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm en Ómar fimm mánuði. Þá var Steingrímur dæmdur til að greiða um 213 milljónir króna í sekt auk þess sem honum er bannað að stofna félag í tvö ár. Greiði Steingrímur ekki sektina innan fjögurra vikna þarf hann að sitja í fangelsi í 360 daga. Ómar slapp hins vegar með 5,3 milljón króna sekt.

Hafði engin völd en hlýddi bara

Brotin tengjast einkahlutafélaginu Betri verk ehf., sem nú er afskráð, en auk þess var Steingrímur sakfelldur fyrir sambærileg brot í félögunum Dyraverðir ehf. og Fjarvöktun ehf. Reiknað heildartjón ríkissjóðs vegna brotanna nam tugum milljóna króna, og dómurinn lagði áherslu á að um væri að ræða kerfisbundin, ígrundað og fjárhagslega stórfelld brot.

Samkvæmt gögnum málsins voru Steingrímur og Ómar báðir virkir í rekstri Betri verk ehf. árið 2015 og 2016, en á þeim tíma var félaginu ekki skilað inn virðisaukaskatti. Þeir voru einnig dæmdir fyrir að hafa ekki haldið lögbundið bókhald og fyrir að hafa ekki varðveitt fylgiskjöl sem skylt er samkvæmt lögum. Steingrímur var skráður fyrir hinum tveimur félögunum og var sömuleiðis fundinn sekur um að hafa skilað röngum skattframtölum og dregið verulega úr skattstofni með því að fela úttektir og hagnýtingu fjármuna félagsins.

Varðandi veru sína í Betri verk ehf. hélt Steingrímur því fram fyrir dómi að hann hefði í raun ekki haft nein völd innan félagsins. Hann kvaðst hafa verið neyddur af ónafngreindum mönnum til að taka að sér formlega stjórn og rekstur, og að hann hefði í öllum atriðum hlýtt fyrirmælum þeirra. Dómurinn hafnaði þessum vörnum með öllu og taldi framburð hans bæði ótrúverðugan og mótsagnakenndan. Gögn málsins sýndu að hann hefði sjálfur undirritað reikninga, tekið út fjármuni og átt samskipti við viðskiptavini sem stjórnandi félagsins.

Vissi ekkert um raunverulegan rekstur

Ómar hélt því fram að hann hefði stofnað félagið með það í huga að hefja löglegan rekstur með frænda sínum, en að þegar af því hefði ekki orðið hefði hann afhent Steingrími félagið. Hann sagðist einungis hafa útbúið bankareikning og millifært fjármuni að beiðni Steingríms og haft litla sem enga vitneskju um raunverulegan rekstur. Dómurinn taldi framburð Ómars að hluta trúverðugan, en þó óljósan og ekki að öllu leyti trúverðugan. Hann var því sakfelldur fyrir að hafa tekið þátt í brotum félagsins á þeim tíma sem hann var skráður framkvæmdastjóri og haft fjárhagsleg umráð.

Ekki þótti sýnt fram á að Ómar hefði komið að brotum tengdum hinum félögunum, Dyraverðir ehf. og Fjarvöktun ehf., þó örlitlar vísbendingar væru um tengsl hans við tölvupóstsamskipti eða veflén. Þeir félagarnir þekktust þó og höfðu áður átt samskipti í tengslum við rekstur.

Í dóminum kemur fram að brot Steingríms séu „meiri háttar“, enda hafi hann sýnt „styrkan og einbeittan brotavilja“ og ítrekað vanvirt skyldur sínar sem stjórnandi fyrirtækja með takmarkaða ábyrgð. Hann hafi reynt að skýla sér á bak við þriðja aðila sem aldrei voru nefndir né leiddir fyrir dóm, og því beri hann alla ábyrgð á þeim gjörðum sem fram fóru í hans nafni og undir hans prókúru.

Hér má lesa ítarlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“