fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 13:00

Hjónin gripu í tómt þegar þau eltu GPS hnitin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferð tveggja Bandaríkjamanna til Íslands endaði í harmi þegar hótelið sem þau bókuðu reyndist ekki vera til. Það tók þau langan tíma og aðstoð bandaríska dagblaðsins Boston Globe að fá lausn sinna mála og endurgreiðslu.

Fjallað var um málið í Boston Globe í gær. Hjónin, Nancy Rhoads og Adam Glick sem eru á sextugsaldri, ákváðu að fara til Íslands til að halda upp á þrjátíu ára brúðkaupsafmælið sitt í september á síðasta ári. Hugðust þau dvelja hér í tvær vikur, keyra um og skoða jökla, eldfjöll, fossa og norðurljósin.

„Þetta hljómaði eins og fullkominn flótti,“ sagði Glick við dagblaðið. En þegar þau komu að einu hótelinu sem þau hugðust gista á reyndist það ekki vera til.

Hjónin nýttu sér bókunarþjónustu greiðslukortafyrirtækisins síns, Capital One, til þess að finna og bóka hótelgistingar á Íslandi. Nýttu þau þessa leið þar sem þau höfðu ekki ákveðið nákvæmlega hvert þau ætluðu að fara í ferðinni heldur láta það ráðast.

Ekkert hótel

Þann 21. september voru hjónin að keyra um Norðurlandið og komu að Mývatnssveitinni. Sáu þau þá auglýsingu fyrir Hótel Reynihlíð og bókuðu herbergi. Borguðu þau fyrir það 613 dollara fyrir tveggja nátta dvöl, sem jafngildir um 75 þúsund krónum.

Eltu þau GPS hnitin en fundu ekkert Hótel Reynihlíð. Skammt frá staðnum sem forritið benti á sáu þau annað hótel, Hótel Berjaya, og ákváðu að spyrjast fyrir. Þegar Glick spurði afgreiðslumanneskjuna hvar Hótel Reynihlíð væri fékk hann þau svör að það væri ekkert slíkt hótel til. Fór hann aftur út í bíl og leituðu hjónin að nýrri gistingu, sem þau fundu á Fosshóteli við Mývatn.

Þegar þangað var komið hafði Nancy samband við Capital One og sagði hvað hafði gerst og báðu um endurgreiðslu. Var henni sagt að greiðslukortafyrirtækið myndi skoða málið og hafa samband aftur. Hins vegar fengu þau ekkert símtal á meðan þau kláruðu ferðalagið um Ísland.

Í lok september fóru þau aftur heim, til borgarinnar Arlington í Massachusetts fylki, mjög sátt við ferðalagið. En tveimur vikum seinna kom reikningurinn upp á 613 dollara fyrir gistinguna á Hótel Reynihlíð.

Véfengdu málið

Véfengdu hjónin afgreiðsluna og Capital One sagðist ætla að kanna málið frá hlið seljanda. Fengu þau svo skilaboð um að „seljandinn“ hafi sagst  hafa afhent vöruna í góðu ásigkomulagi. „Við lítum svo á að málinu sé lokið,“ sagði í svari Capital One sem er risi á bandarískum markaði, verðmetinn á um 500 milljarða dala.

Voru hjónin gáttuð á þessu. Hvernig gat Capital One hafa fengið svör frá seljanda sem var ekki til?

Létu þau ekki þar við sitja og héldu áfram að reyna að fá endurgreiðslu. Meira að segja skrifuðu þau bréf til forstjóra Capital One. Meðal þeirra gagna sem þau lögðu fram var reikningurinn frá Fosshóteli upp á 800 dollara, eða um 98 þúsund krónur.

„Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara,“ sagði Nancy. Málið tók marga mánuði og sagði hún að það hafi tekið sinn toll á henni andlega.

Nafna og eigendabreyting

Það var ekki fyrr en málið fór í blöðin að Capital One gaf eftir og endurgreiddi hjónunum. Hafði þá komið í ljós að Hótel Reynihlíð hafði breytt um nafn og var í raun Hótel Berjaya. En Íslandshótel keyptu Hótel Reynihlíð, sem var stofnað á fimmta áratug síðustu aldar, árið 2017.

En hvers vegna hafði afgreiðslumanneskjan svarað því til að ekkert slíkt hótel væri til. Í frétt Boston Globe kemur fram að hótelstjórinn hafi verið eini starfsmaðurinn sem hafði starfað á Hótel Reynihlíð fyrir eigendaskipti og annað starfsfólk hafi einfaldlega ekki vitað af breytingunni. Ekki heldur Capital One og höfðu hjónin frá Arlington því verið merkt sem „mættu ekki“ í bókum hótelsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“
Fréttir
Í gær

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Í gær

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups