fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 09:02

Landsmenn eru ánægðir með frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

69 prósent eru hlynnt veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents. Sjálfstæðismenn eru einir mótfallnir frumvarpinu.

Aðeins 17 prósent landsmanna eru mótfallnir frumvarpinu samkvæmt könnuninni en 14 prósent svöruðu hvorki né.

Þegar niðurstöður er greindar eftir byggðarlögum sést að um þrír fjórðu allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu styðja frumvarpið og rúmlega 60 prósent fólks á landsbyggðinni. Aðeins 23 prósent fólks á landsbyggðinni er andvígt frumvarpinu.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins skera sig úr með því að vera eini hópurinn sem er andvígur frumvarpinu, það er 63 prósent en 22 prósent þeirra eru hlynntir.

96 prósent Samfylkingarfólks styður frumvarpið, 91 prósent Viðreisnarfólks og 85 prósent kjósenda Flokks fólksins. Hjá Miðflokknum eru hlutföllin nokkuð jöfn, það er 43 prósent styðja frumvarpið en 42 prósent eru á móti. 73 prósent annarra flokka styðja frumvarpið.

Könnunin var gerð 19. júní til 3. júlí. Úrtakið var 1950 og svarhlutfall 50 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“