Richards hefur einnig verið vinsæl í raunveruleikasjónvarpi og á OnlyFans, en hún byrjaði á síðunni fljótlega eftir að dóttir hennar, Sami Sheen, byrjaði á henni. Hún hefur verið virk á síðunni síðan í júní 2022 og græðir á tá og fingri.
Sjá einnig: Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu
Phypers sagði í beiðni sem hann lagði fyrir dómi á mánudag að ástæða skilnaðarins væri óleysanlegur ágreiningur. Þau byrjuðu saman í júní 2017 og giftust ári seinna.
Það hefur vakið athygli að degi áður en tíðindi um skilnað bárust birti Sami Sheen, 21 árs, myndband um eitruð sambönd á TikTok. Margir velta fyrir sér hvort hún hafi óbeint verið að tala um móður sína og stjúpföður.
„Mitt ráð um hvernig skal opna augun í eitruðu sambandi: Þú þarft a ðspyrja þig sjálfa, ef þú ættir dóttur og hún væri með svona karlmanni, hvað myndir þú segja við hana? Og þá fattar þú: „Ég myndi segja henni að hætta með honum, ég myndi segja henni að blokka hann, halda áfram með lífið. Hann er drullusokkur og kemur illa fram við hana.“ Og það virkar fyrir mig.“
@samisheen ❤️ #toxicrelationship #relationshipadvice #fyp ♬ original sound – sami sheen
Sheen sagði að það væri auðvelt að fara á mis við vísbendingar um að sambandið sé slæmt, en sagði að það væri aldrei of seint að fara.