fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, bendir á að Ísland skeri sig rækilega úr nágrannalöndum sínum hvað varðar framlög ríkisins til rannsókna og þróunar. Hér á landi eru framlög til grunnrannsókna háskóla mikið lægri en annars staðar en á sama tíma eru framlög til rannsókna einkafyrirtækja miklu hærri en í öðrum löndum OECD.

„Rekja má þetta til stefnubreytingar í ríkisstjórnum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Katrínar Jakobsdóttur þar sem Bjarni Benediktsson beitti sér fyrir gríðarlegum skattaafslætti til einkafyrirtækja vegna rannsóknar og þróunar,“ segir í frétt Gunnars hjá Samstöðinni.

„Fram hefur komið að eftirlit með þessum afslætti er sáralítið. Fyrirtæki virðast nánast geta sótt sér afsláttinn án vandræða. OECD, Efnahags- og framfarastofnunin, hefur meðal annars bent á þessa galla.

Og afleiðingin er stórkostlegur fjáraustur úr ríkissjóði til einkafyrirtækja“

Á myndinni hér að neðan hefur Gunnar merkt inn hin Norðurlöndin, en Ísland trónir þarna efst.

 

Fjórir prófessorar við Háskóla Íslands hafa meðal annars vakið athygli á þessu á dögunum í grein sem birtist hjá Vísi þar sem fram kemur að þó að heildartölur um vísinda- og nýsköpunarfjármögnun á Íslandi líti vel út á yfirborðinu sé það þó staðreynd að háskólasamfélagið hafi ekki notið góðs af þróuninni. Prófessorarnir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Magnús Karl Magnússon ræddu um þetta við Gunnar Smára í Rauða borðinu gær.

Rétt er að geta þess að í úttekt sem OECD vann að beiðni þáverandi ríkisstjórnar árið 2023 segir að skattastuðningur vegna rannsóknar og þróunar hafi hvetjandi og jákvæð áhrif á fyrirtæki til frekari fjárfestinga á þessu sviði, þá sérstaklega hjá litlum og örfyrirtækjum. Hins vegar taldi OECD þörf á aukinni gagnasöfnun, eftirliti og greiningu svo hægt sé að meta árangurinn af þessum stuðningi. Eins sé lítið til ef gögnum sem gefi vísbendingar um dreifingu skattaafsláttarins. Styrkir til nýsköpunarfyrirtækja þrefölduðust á árunum 2018-2023 og mat Rannís það svo að útgjöld til rannsóknar og þróunar hafi numið rúmlega 114 milljörðum árið 2023. Skatturinn benti árið 2021 á að brögð hefðu verið að því að við skattskil hafi fyrirtæki skráð almennan rekstrarkostnað undir kostnað vegna staðfestra nýsköpunarverkefna, en slík misnotkun gæti leitt til verulegra útgjalda af hálfu hins opinbera í formi óréttmætra endurgreiðslna auk þess sem misnotkunin væri til þess fallin að raska samkeppni á markaði. Gagnrýndi Skatturinn einnig að ekki væri hægt að refsa þeim sem svindla á þessu kerfi, en Kjarninn fór ítarlega yfir málið í frétt sem birtist í nóvember 2022.

Morgunblaðið greindi frá því í nóvember á síðasta ári að tölvuleikjafyrirtækið CCP hafi fengið hæstu upphæðina 2024 í skattafrádrátt, eða tæplega 449 milljónir. Nox Medical, EpiEndo Pharmaceuticals og SidekickHealth fengu þá öll 385 milljónir í sérstakan skattafrádrátt. 65 fyrirtæki fengu þá afslátt upp á 11,08 milljarða samtals, en Skatturinn birti aðeins upplýsingar um þau fyrirtæki sem fengu 78 milljónir eða meira í afslátt. Heildarupphæð frádráttarins nam 16,6 milljörðum í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“