fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Vilbergsdóttir myndlistarkona fagnar í dag 13 ára afmælisdegi, sem verður að teljast sérstakt þar sem hún er fædd í ágúst 1956. Í dag eru 13 ár síðan Sara fór í hjartastopp og var endurlífguð á bensínstöðvarplani í Hveragerði.

Í dag, 8. júlí 2025 eru 13 ár síðan ég fór í hjartastopp í sunnudagshádegi, klukkan 12:47 á plani bensínstöðvar í Hveragerði og bókstaflega dó en fyrir kraftaverk og hetjuleg viðbrögð aðvífandi bjargvætts tókst að endurlífga mig sem ekki var auðvelt og tók hátt í  klukkustund.“ 

Sara segir í samtali við DV að hún hafi verið á leið í sumarfrí með eiginmanninum þegar áfallið varð.

„Við hjónin vorum að fara í sumarfrí að elta sólina með fellihýsið í eftirdragi. Stoppuðum í Hveragerði til að ná í vatn á fellihýsið og á meðan maðurinn minn leit í kringum sig eftir vatnskrananum hné ég niður. Hafði verið hress að tala í símann fimm mínútum áður.“ 

Sara Vilbergsdóttir: Mynd: Aðsend.

Það vildi Söru til bjargar að Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglumaður sem var á frívakt og á leið í sumarbústað ásamt eiginkonu sinni kom að.

„Þau stukku út úr bíl sínum og hann byrjaði strax að hnoða mig og gerði það samfellt í 11 mínútur áður en sjúkrabíllinn kom. Ef ekki hefði verið fyrir það hefði ég verið heiladauð eftir fimm mínútur. Mikið afrek og býð ekki í líðan hans næstu vikurnar á eftir!

Sjúkraflutningamennirnir þurftu að stuða mig 16 sinnum til að koma mér í gang og á tímabili voru þeir að gefast upp og til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur. Ég get ekki lýst því nægilega með orðum hvað ég er óendanlega þakklát fyrir Kristján Inga og hans konu sem og allt það fólk sem kom að björguninni og allt það fólk sem tók á móti mér á spítölunum.“ 

Sara segir að það hafi verið flensuvírus sem orsakaði hjartastoppið. Á spítala var settur í hana bjargráður, sem var endurnýjaður fyrir tveimur árum. 

Svo ég er ávallt með innri stuðara ef eitthvað kemur upp á í þessa veru. Heilsan hefur verið ótrúlega góð, ég er á hjartalyfjum og  hef ekki lent í svona hremmingum aftur,“  segir Sara í samtali við DV.

Systurnar Bryndís og Sara sem deilt hafa sama afmælisdegi í 13 ár. Mynd: Aðsend.

Þakklát fyrir að fólk brást hárrétt við

Sara segir í færslu á Facebook þar sem hún fagnar deginum að líf hennar hafi verið innihaldsríkt og með öðrum blæ á margan hátt eftir þessa reynslu. 

Það var með ólíkindum að fyrir tilviljun safnaðist að mér fólk sem brást hárrétt við, fagfólk fram í fingurgóma, til dæmis læknir á frívakt í göngutúr sem gat stutt lækninn sem kom með sjúkrabílnum, hjúkrunarfræðingur í hlaupahóp sem hljóp fram á okkur og setti upp nál, kona úr nágrenninu sem tók sig af manninum mínum sem var skiljanlega óttasleginn og svo mætti lengur telja.

Ég var auðvitað meðvitundarlaus næstu sólarhringana á gjörgæslu og dvaldi á Landspítalanum í mánuð á meðan ég var að byrja að jafna mig svo ég man ekkert af þessu en byggi þetta á frásögnum bjargvættanna og sjúkraskýrslu um atburðinn. Enn og aftur, Ástarþakkir til ykkar allra sem gáfuð mér áframhaldandi líf með gæsku ykkar og fagmennsku.“ 

Sara segir í lokin að það hafi verið heldur tillitslaust af henni að lenda í þessu á afmælisdegi Bryndísar systur sinnar. En fyrir vikið eigi þær nú sameiginlegan afmælisdag, Sara sé 13 ára í dag en verði líka 69 ára eftir tæpan mánuð.

Með færslu sinni á Facebook deilir Sara mynd sem hún og Svanhildur systir hennar máluðu saman af sjúkrabeðinu og þeim systrum ásamt Súperman, manninum með ljáinn og sjúkraflutningamanni.

Málverkið sem Svanhildur og Sara máluðu saman. Mynd: Facebook.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda