Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt ellefu styrki að verðmæti meira en 250 þúsund dollara fyrir nám og rannsóknir í meistara- og doktorsnámi í Bandaríkjunum og á Íslandi skólaárið 2025-2026. Styrkirnir eru veittir úr 7,6 milljón dollara sjóði stofnunarinnar og eru þeir veittir til að styðja nemendur í framhaldsnámi eða rannsóknum í Bandaríkjunum og bandaríska framhaldsnema við nám eða rannsóknir á Íslandi. Styrkirnir standa nemendum úr öllum fræðigreinum til boða.
Þekkt nöfn eru meðal þeirra Íslendinga sem hljóta styrkina í ár en þar má meðal annars finna Bergsvein Ólafsson, áhrifavald, sem stundar doktorsnám í jákvæðri vinnusálfræði við Claremont Graduate University og snúa rannsóknir hans að samspili gervigreindar, leiðsagnarsálfræði og vellíðunarfræða. Beggi hefur veigrað sér við að ýfa fjaðrir í opinberri umræðu, en árið 2022 vöktu athugasemdir hans um karlmennsku mikla athygli og skiluðu honum uppnefninu: Hinn íslenski Andrew Tate. Hann hefur þó fyrst og fremst vakið athygli fyrir færslur á Instagram um andlega og líkamlega heilsu.
Annað nafn á listanum er Tjörvi Schiöth, sósíalisti sem hefur verið áberandi í umræðum um stöðu Sósíalistaflokks Íslands inni á spjallsvæði flokksins, Rauða þræðinum, fær styrk til að stunda rannsóknir á sögu kalda stríðsins í skjalasöfnum sem gestarannsakandi við American University og School of Advanced Studies við John Hopkins University.
Hjónin Kristrún Ragnarsdóttir og Peter Dammay fá bæði styrk en þau stunda nám til LLM-gráðu við Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Kristrún rannsakar hugverka- og tæknirétt með áherslu á höfundarétt og áskoranir vegna gervigreindar og annarrar tækni í hraðri þróun. Peter rannsakar samkeppnisrétt og samkeppnishömlur með áherslu á stafræn hagkerfi og áskoranir vegna markaðsráðandi stöðu, persónuverndar og regluverks.
Stærðfræðingurinn Svala Sverrisdóttir fær styrk en hún er að ljúka doktorsprófi í stærðfræði frá Berkeley með áherslu á reiknirúmfræði algebru.
Veronika Guðmundsdóttir Jonsson fær styrk til að stunda doktorsnám í stjórnmálafræði við háskólann í New York þar sem hún rannsakar mikilvægi Norðurslóða fyrir öryggi Bandaríkjanna.
Þorsteinn Kristinsson fær einnig styrk en hann er í doktorsnámi í flugvélaverkfræði við háskólann Boulder í Colarado þar sem hann einbeitir sér að fjarvöktunaraðferðum og óvirkum ratsjám til notkunar í drónaaðgerðum.
Fjórir Bandaríkjamenn fá svo styrk til náms á Íslandi en þau eru: