Forráðamenn Manchester United eru enn að reyna að fá Bryan Mbeumo sóknarmann Brentford og er það eina sem kemst að.
United hefur í margar vikur reynt að fá Mbeumo en ekki náð samkomulagi um kaup og kjör.
Margir stuðningsmenn félagsins eru farnir að pirra sig á seinagangi félagsins sem hefur bara keypt Matheus Cunha frá Wolves í sumar.
Að auki hefur félaginu mistekist að selja þá leikmenn sem félagið og Ruben Amorim hefur viljað losna við.
Fabrizio Romano segir að United sé að vinna í því þessa vikuna að reyna að klára kaupin á Mbeumo.