David Beckham eigandi Inter Miami er að reyna að kaupa Rodrigo de Paul miðjumann Atletico Madrid.
Landsliðsmaður Argentínu er efstur á óskalista Inter Miami til að styrkja liðið.
Inter Miami tók þátt í HM félagsliða og vill félagið reyna að auka gæðin í liðinu eftir það mót.
Lionel Messi samherji Rodrigo úr landsliði Argentínu gæti hjálpað til við að sannfæra hann um að koma.
Rodrigo er sagður klár í að fara til Miami en hann er 31 árs gamall.