Viktor Gyokeres framherji Sporting Lisbon færist nær Arsenal, viðræður félagana eru á fullri ferð og vill Arsenal fá sænska framherjann.
Gyokeres hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting í tvö ár en áður var hann hjá Coventry í næst efstu deild England.
Gyokeres er 27 ára gamall en fleiri félög vildu fá hann en hann vill fara til Arsenal.
Sporting er með ákveðna tölu í huga sem félagið vill fá fyrir Gyokeres og hefur hann látið félagið vita að hann gefi eftir 2 milljónir evra sem hann á inni í laun.
Ef Sporting er tilbúið að lækka verðmiðann mun Gyokeres gefa þessi laun eftir til að komast til Arsenal þar sem hann fær fimm ára samning.