fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. júlí 2025 07:42

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan FBI hafa komist að þeirri niðurstöðu að engar sannanir liggi fyrir um að kynferðisbrotamaðurinn Jeffrey Epstein hafi haldið svokallaða „viðskiptavinaskrá“ eða beitt þekkta einstaklinga hótunum.

Í minnisblaði sem fréttaveitan AXIOS hefur undir höndum kemur fram að yfirferð dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi leitt í ljós að engar ásakanir um slíkt séu studdar sönnunargögnum. Þar segir m.a. að ekki hafi fundist neinar trúverðugar vísbendingar um að Epstein hafi beitt áhrifafólk þrýstingi eða hótunum, né heldur að hann hafi verið myrtur í fangelsi.

Epstein var fundinn látinn í fangaklefa sínum í New York árið 2019, þar sem hann beið réttarhalda vegna ákæru um mansal og kynferðisbrot gegn börnum. Lögregluyfirvöld í New York úrskurðuðu að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, en dánarorsökin hefur verið umdeild síðan þá og ýmsar samsæriskenningar hafa skotið upp kollinum.

Í minnisblaðinu, sem er tveggja blaðsíðna samantekt, segir jafnframt að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós neitt sem réttlæti rannsókn á öðrum einstaklingum sem tengjast málinu

Samkvæmt frétt AXIOS undirbúa bandarísk stjórnvöld nú að birta myndbandsupptöku sem sýnir að enginn fór inn á það svæði fangelsisins þar sem Epstein svipti sig lífi. Upptakan er sögð styðja niðurstöðu réttarmeinafræðings um að um sjálfsvíg hafi verið að ræða.

Í minnisblaðinu kemur fram að dómsmálaráðuneytið og FBI telji ekki rétt að veita frekari upplýsingar eða gögn tengd máli Epstein og að birting á slíku, þar á meðal efni sem flokkast sem barnaníðsefni, komi ekki til greina.

„Við fundum enga ástæðu til að endurskoða þá afstöðu og munum ekki heimila birtingu á barnaníðsefni,“ segir í minnisblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Í gær

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“