Margir velta nú fyrir sér hvort framtíð íslenska kvennalandsliðsins sé best borgið undir stjórn Þorsteins Halldórssonar eftir tap gegn Sviss í gær.
Ísland tapaði 2-0 og er úr leik á EM, er með núll stig eftir tvo leiki í riðlinum. Einn leikur er eftir á mótinu, gegn Noregi á fimmtudag.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Þróttar sem er margreyndur í bransanum, var í setti RÚV að ræða leikinn í gær. Einverjir hafa kallað eftir að fá hann í þjálfarastólinn.
„Pólitískur Óli Kristjáns er svo öskrandi meðvitaður um að hann sé mögulega að fara í sætið hjá Steina,“ skrifaði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, á samfélagsmiðilinn X yfir EM-stofunni á RÚV í gær.
Pólitískur Óli Kristjáns er svo öskrandi meðvitaður um að hann sé mögulega að fara í sætið hjá Steina #EMstofan
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) July 6, 2025