Sports Illustrated fyrirsætan Brooks Nader mætti tennismótið í Wimbledon í síðustu viku. Á föstudag póstaði hún mynd af sér á TikTok þar sem sjá má túrblett í pilsi hennar.
„Reyndi að vera smart. Byrjaði á blæðingum á Wimbledon,“ skrifaði Nader við myndina.
@brooksnader Of course 🎾 #wimbledon ♬ Cartoon Eye Blinking Sound – Anna
Í athugasemdum við færsluna hrósuð netverjar Nader og sögðust margir kannast við að hafa byrjað á blæðingum á óheppilegri stundu.
„Takk fyrir að normalisera það sem við göngum í gegnum.“
„Þú ert svo hrein og bein. Þetta gerist fyrir okkur allar.“