fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Glannaakstur rútubílstjóra á Suðurlandi vakti reiði og ugg

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 6. júlí 2025 14:30

Hrikalegur glannaakstur á milli Selfoss og Hvolsvallar í morgun. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glannalegur akstur rútubílstjóra á Suðurlandi vakti mikla reiði og ótta hjá nálægum bílstjórum. Rútubílstjórinn tók fram úr öðrum bílum á blindhæðum þegar bílar voru að koma úr gagnstæðri átt.

Íslensk hjón sem voru að keyra á milli Selfoss og Hvolsvallar á ellefta tímanum í morgun urðu vitni að glannaakstrinum.

Við DV segja þau að það hafi verið rosalegt að horfa upp á þetta. Voru þau fegin að börnin þeirra voru ekki á ferðinni í bæinn á meðan þessi rútubílstjóri væri á vegunum.

Byrjuðu þau að taka eftir rútunni fljótlega eftir að þau komu á Selfoss. Þau þurftu að stoppa á Hvolsvelli en rútan hélt áfram.

Eins og sést á myndböndum sem hjónin tóku keyrði rútubílstjórinn fram úr öðrum bílum á blindhæð. Sést einnig að bílar koma úr gagnstæðri átt. Hefði því slíkur framúrakstur geta farið mjög illa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum