Enginn annar en Alex Iwobi er orðaður við Atletico Madrid þessa stundina en það kemur mörgum á óvart.
Um er að ræða vængmann Fulham en hann var áður á mála hjá Arsenal og hélt síðar til Everton.
Samkvæmt Africa Foot þá hefur Atletico áhuga á að semja við Iwobi og ku hafa lagt fram 25 milljóna evra tilboð í leikmanninn.
Iwobi var flottur með Fulham á síðustu leiktíð en hann skoraði níu mörk og lagði upp önnur sex er liðið hafnaði í 11. sæti.
Iwobi á þrjú ár eftir af samningi sínum í London og er Fulham ekki undir neinni pressu að selja í sumar.