Nokkuð gleymdur leikmaður Chelsea er stór ástæða fyrir því að félaginu tókst að fá Joao Pedro frá Brighton í sumar.
Það er Pedro sjálfur sem greinir frá en leikmaðurinn umtalaði er Andrey Santos sem er Brasilíumaður líkt og sóknarmaðurinn.
Santos hefur aðeins spilað einn leik fyrir Chelsea eftir komu í fyrra en hann var lánaður til Strasbourg 2024 og stóð sig virkilega vel í vetur.
,,Ég ræddi við Andrey á Instagram og spurði út í leikmannahópinn og félagið,“ sagði Pedro.
,,Hann hafði ekkert nema gott að segja svo það var góð ákvörðun að koma til Chelsea. Þegar þú semur við félag og þekkir einn leikmann þá er ákvörðunin auðveldari.“
,,Ég á í góðu sambandi við David Luiz og hef rætt við hann en ekki um Chelsea heldur minn feril. Hann hefur hjálpað mér í að þróa minn leik.“