fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. júlí 2025 19:30

Jonathan Barnett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jonathan Barnett, leiðandi umboðsmaður í knattspyrnuheiminum, er kærður fyrir bandarískum dómstóli vegna ásakana um mansal, pyntingar og nauðgun.

Í einkamáli sem höfðað var fyrir héraðsdómstóli í Kaliforníu er fullyrt að Barnett hafi „smyglað“ konunni frá Ástralíu til Bretlands árið 2017, „pyntað“ hana í sex ár með því að halda henni sem „kynlífsþræl“ og áreitt hana kynferðislega, þar á meðal með nauðgað henni oftar en 39 sinnum

Hann er einnig sakaður um að hafa ítrekað hótað henni lífláti. CAA umboðsskrifstofan er sökuð um að hafa tekið þátt í þessu með Barnett með því að hafa notað starfsmenn sína til að aðstoða Barnett við að halda henni sem kynlífsþræl.

Meint atvik eiga að hafa átt sér stað frá 2017 til 2023. Barnett hætti sem umboðsmaður í fyrra, hann er þekktastur fyrir að hafa séð um málefni Gareth Bale en nokkur fjöldi Íslendinga var hjá honum um tíma. Jack Grealish og fleiri hafa verið skjólstæðingar hjá Barnett.

Í kærunni fullyrðir nafnlaus kona, sem kölluð er Jane Doe, að Barnett hafi „átt hana“ sem „kynlífsþræl“ í sex ár og beitt hana ofbeldi og misnotkun sem vinnuveitendur hans hafi hulið.

„Þetta mál snýst um hvernig einn öflugasti maður heims í íþróttum var með kynlífsþræli í mörg ár, með aðstoð starfsmanna sinna, endurskoðenda, og fjölskyldumeðlima, og notaði peninga sína og vald til að viðhalda nauðungarstjórn yfir henni og halda henni í ótta um líf sitt og líf barna sinna,“ segir í kærunni.

CAA hafnar því að hafa vitað af málinu og segir að það hefði fyrst frétt af ásökununum í janúar 2024 og að Barnett hefði yfirgefið fyrirtækið mánuði síðar. Fyrirtækið neitar staðfastlega allri fyrri vitneskju um kærurnar gegn honum.

CAA og Barnett hafa tuttugu daga til að svara fyrir málið, hjá CAA Stellar í dag er fjöldi Íslendinga sem skjólstæðingar og þá starfa íslenskir umboðsmenn hjá skrifstofunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum