Vængmaðurinn Papu Gomez hefur fundið sér nýtt félag eftir að hafa tekið út tveggja´ara bann frá fótbolta.
Gomez var dæmdur í bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en hann var þá leikmaður Sevilla 2023.
Hann samdi síðar við Monza og spilaði tvo leiki en niðurstaða var fengin í málinu er hann var nýbúinn að semja við ítalska félagið.
Gomez er 37 ára gamall en hann gerir samning við Padova sem leikur í næst efstu deild á Ítalíu.