Það er ljóst að vængmaðurinn Antoine Semenyo er ekki fáanlegur í sumar en hann hefur verið orðaður við stærstu félög Englands.
Manchester United, Arsenal og Liveprool eru sögð hafa horft til leikmannsins sem hefur spilað með Bournemouth frá 2022.
Semenyo er 25 ára gamall landsliðsmaður Gana en hann er búinn að krota undir nýjan fimm ára samning í Bournemouth.
Þessi eldfljóti sóknarmaður hafði engan áhuga á að færa sig um set og er þakklátur Bournemouth fyrir tækifærið.
Semenyo var áður hjá Bristol City í næst efstu deild og spilaði þar frá 2017 til 2023.