fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Rúnar Ingi Erlingsson, körfuboltaþjálfari og eiginmaður Natöshu Anasi landsliðskonu, segist eðlilega ótrúlega stoltur af sinni konu.

Rúnar er auðvitað hér í Thun þar sem Ísland mætir Finnum í opnunarleik EM klukkan 16. Hann er bjartsýnn fyrir kvöldinu.

„Þetta leggst mjög vel í mig. Það er ótrúleg stemning hérna og fyrsti leikur svo það er mikil eftirvænting. Ég vonast að sjálfsögðu eftir þremur stigum,“ segir hann.

„Þetta er ótrúlega skemmtilegt og veðrið leikur við okkur, heiðskírt og 30 stiga hiti, sem er kannski aðeins of heitt fyrir suma.“

Rúnar og Natasha hafa verið saman í hartnær níu ár og hún upplifað mikla velgengni innan vallar á þeim tíma.

„Ég gæti ekki verið stoltari. Þegar ég kynntist konunni minni í byrjun marsmánaðar 2016 átti ég ekkert von á því að vera í íslenskri landsliðstreyju merktri henni níu árum síðar í Thun í Sviss.

Ég er ótrúlega stoltur af henni. Hún er að tikka í öll markmiðaboxin sem hún hefur sett sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid beitir þekktri taktík í tilraun til að fá leikmann Bayern

Real Madrid beitir þekktri taktík í tilraun til að fá leikmann Bayern
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sögusagnir um að Newcastle opni veskið enn frekar – Rosalegt tilboð og fjórföldun á launum

Sögusagnir um að Newcastle opni veskið enn frekar – Rosalegt tilboð og fjórföldun á launum
433Sport
Í gær

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?
433Sport
Í gær

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari