Franck Mill fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í knattspyrnu fékk hjartaáfall um borð í leigubíl þegar hann var staddur á Ítalíu á dögunum.
Mill var á leið til Ítalíu til að taka upp heimildarmynd um sigur Þýskalands á HM 1990. Mill var hluti af því liði.
Þessi fyrrum framherji Borussia Dortmund lenti á Milan Malpensa flugvellinum og tók leigubíl á hótelið sitt.
Um borð í leigubílnum fékk hann hins vegar hjartaáfall og var samkvæmt fréttum látinn í nokkrar mínútur.
Læknum tókst hins vegar að koma hjartanu aftur af stað og var Mill haldið sofandi í nokkra daga, hann er 66 ára gamall.
Mill fékk svo í vikunni leyfi til að ferðast aftur heim til Þýskalands til að halda áfram með endurhæfingu sína.