Liverpool hefur hafnað tilboði frá FC Bayern í Luiz Diaz kantmann félagsins. Liverpool hefur engan áhuga á að selja hann.
Diaz er 28 ára og fékk Bayern þau skilaboð að hann færi ekki frá Liverpool í sumar.
Diaz spilaði 50 leiki á síðustu leiktíð og skoraði 17 mörk og lagði upp átta.
Diaz hefur viljað fá nýjan samning á Anfield en þær viðræður hafa engu skilað hingað til.
Bayern vill bæta við sig leikmanni en hingað til hefur félagið ekki fengið sínu fram í sumar og hafa nokkrir leikmenn hafnað félaginu eða ekki verið til sölu.