fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagmar Rós Arnarsdóttir fékk óvænt og óþægilegt símtal frá lögreglunni í gær. Þar var henni tilkynnt að Birgir Sævarsson tónlistarmaður, öðru nafni Biggi Sævars, hefði kært hana fyrir rangar sakargiftir. Á Dagmar að mæta til yfirheyrslu hjá lögreglu í næstu viku.

Það er liðið meira en ár síðan Mannlíf greindi frá því að Birgir hefði kært Dagmar fyrir að bera á sig rangar sakir og fyrir meiðyrði. Svo virðist sem hann hafi, þrátt fyrir þessa yfirlýsingu, dregið að ganga frá kærunni. Þar sem svo langt er um liðið kom símtal lögreglumanns Dagmar í opna skjöldu.

„Það er galið að þetta hafi tekið svona langan tíma, þ.e.a.s. ef hann lagði fram þessa kæru þegar hann sagðist hafa gert það. Ég held að þetta sé bara svona týpísk taktík hjá svona mönnum. Það er ekki skemmtileg tilhugsun að þurfa að fara að rifja upp þessi sár þegar maður hefur unnið hörðum höndum að því að láta þau gróa,“ segir Dagmar í samtali við DV.

Hún segir enn fremur: „Ég viðurkenni að mér brá og ég er mjög reið yfir þessu. Hann segist vera búinn að kæra mig en svo heyri ég ekkert meira fyrr en núna.“

Dagmar segir aðspurð að lögreglumaðurinn sem færði henni þessar fréttir hafi verið mjög kurteis og almennilegur.

Dagmar telur engar líkur á að hún verði sakfelld og telur raunar líklegt að málið verði fellt niður hjá lögreglu. „Það væri auðvitað galið ef þetta færi lengra þar sem mitt mál gegn honum var fellt niður því þetta var sagt vera orð gegn orði.“

Hefur fjórum sinnum verið kærður fyrir nauðgun

Alls hafa fjórar konur kært Birgi fyrir nauðgun. Þrjú mál voru felld niður eftir lögreglurannsókn en eitt fór fyrir héraðsdóm og Landsrétt og var Birgir sýknaður á báðum dómstigum. Í því máli voru helstu sönnunargögn fyrir dómi skilaboðaspjall Birgis og konunnar eftir hið meinta brot. Þar baðst hann afsökunar en staðhæfði að hann hefði verið að biðjast afsökunar á framhjáhaldi með konunni en ekki nauðgun. DV fjallaði um dóminn haustið 2023. Dómurum þótti ekki sannað með óyggjandi hætti að skilaboðaspjall Birgis og konunnar vísaði til nauðgunar en konan var mjög harðorð í hans garð.

Birgir Sævarsson. Mynd: Skjáskot Mannlíf.

Meint brot Birgis gegn Dagmar átti sér stað í brúðkaupi hans á Ítalíu sumarið 2019.

Dagmar lýsti atvikinu í brúðkaupinu í viðtali við Eddu Falak árið 2021, en frásögnin er eftirfarandi í endursögn DV:

„Ég fór með honum upp í þetta hús því ég þurfti að fara á klósettið og hann var að fara að skipta um föt […] Ég fór á klósettið og kom fram og hann var bara á nærbuxunum, sem mér fannst ekki skrýtið. Þetta er besti vinur mannsins míns. Ég var ekkert að kippa mér upp við það, vorum bara að spjalla. Svo byrjaði hann eitthvað svona að kitla mig, og ég sagði honum að hætta og hló aðeins. En hann hætti ekki þó ég sagði honum að hætta, og mér var farið að finnast þetta óþægilegt því hann var farinn að grípa í staði og bara svona káfa á mér. Svo er eins og einhver grimmd kemur yfir hann. Ég sé það bara í augunum á honum og svo var mér bara kastað á rúmið og ég fraus bara. Hann er ekki stór maður en ég samt varð hrædd við hann.“

Ekki náðist samband við Birgi við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“