fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaup auðkýf­ings­ins og stofn­anda Amazon, Jeff Bezos, og blaðakon­unn­ar Lauren Sánchez, fór fram í Fen­eyj­um 24.- 26. júní. Brúðkaupið vakti mikla athygli og ekki á jákvæðan hátt, mótmæli fyrir brúðkaup sneru að því hvaða ímynd og áhrif­ veislu­höld­in myndu hafa á borg­ina. Að lokum fór svo að parið flutti aðalhátíðarhöldin úr miðborg Feneyja að Arsenale di Venezia sem er fjær miðbænum.

Talið er að brúðkaupið hafi kostað 50 milljónir dala, eða um 6 milljarða íslenskra króna, en um 200 gestir mættu. En hvað myndi kosta að halda lúxusbrúðkaup hér á Íslandi?

„Hann [Bezos] hefur örugglega ekki þorað að taka áhættuna með Ísland og veðrið. Ég var í brúðkaupi á laugardaginn þar sem kom haglél tvisvar í athöfninni,“ segir Hannes Pálsson, einn eigenda Pink Iceland, aðspurður um hvort fyrirtækið hafi ekki verið beðið um skipuleggja brúðkaup Bezos.

Pink Iceland var stofnað árið 2011 og var upphaflega stofnað til að gefa saman hinsegin hjónaefni, í dag skipuleggur fyrirtækið hundruðir giftinga ár hvert fyrir íslensk sem erlend hjónaefni, auk fjölda annarra viðburða.

Í viðtali við Skemmtilegri leiðin heim á K100 segir Hannes að brúðkaupin sem fyrirtækið skipuleggur séu nær alfarið fyrir útlendinga.

„Þetta er svona 99% útlendingar sem ætla að gifta sig á Íslandi. Við höfum líka reyndar verið að skipuleggja fyrir Íslendinga á Spáni, á Ítalíu og eitthvað þannig. Ég var að kveðja þessi brúðhjón fyrir fimm mínútum og þau voru svo himinlifandi af því að í athöfninni þá mættu þau við Faxafoss. Og það breyttist vindáttin um leið og gestirnir komu þannig að úðinn frá fossinum gekk yfir hópinn. Svo hætti það, þá kom glampandi sól og allir þornuðu. Svo byrjaði smá rigning, svo kom slydda, svo kom haglél, svo kom sól aftur, og endaði athöfnin á bara miklu hagléli sem að breyttist í hellidembu. Þetta voru Ástralar, þau voru bara svona gríðarlega glöð með þetta.“

Mynd frá einu brúðkaupa sem Pink Iceland hefur skipulagt. Þetta brúðkaup fór fram á Snæfellsnesi. Mynd: Pink Iceland/Facebook.

Rausnarlegur með kostnað en nær ekki 50%

Aðspurður um hvernig hann myndi skipuleggja fimmtíu milljón dala brúðkaup á Íslandi segist Hannes hreinlega ekki vita hvort hann kæmist upp í þessa tölu.

„Ég fór aðeins að fikta í svona template sem við vinnum með og fór að ímynda mér alls konar kostnaðarliði og var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða eða 22 milljón dali þannig að ég næ ekki fimmtíu prósent. Þarna er ég samt að borga mér 350 milljónir í þessu plani.“

Segir Hannes að Colin K sem skipulagði brúðkaup Bezos og Sánchez hafi fengið 350 milljónir bara fyrir að skipuleggja brúðkaupið, þannig að hann hafi reiknað Pink Iceland sömu laun.

Geturðu einhvern veginn gert þér í hugarlund af hverju brúðkaupið er svona rosalega dýrt? 

„Ég held að mikið af þessu hljóti að koma til út af þessum lokunum, af því að það hlýtur að kosta gríðarlega peninga. Ef þeir eru að loka hluta Feneyja þá hafa þeir þurft að kaupa upp alla gistingu á staðnum og náttúrulega gríðarleg öryggisgæsla. Þannig að það hlýtur að hafa spilað stóran part í þessu. En það er samt rosalega erfitt að eyða þessum peningum, svona miklu.“

Brúðkaupið sem Hannes skipulagði upp á 2,7 millljarða færi svona fram:

„Ég ákvað að þið mynduð fá einhvern svakalegan athafnastjóra sem myndi leggja mikið á sig og borga þeim aðila milljón sem er dropi í hafið einhvern veginn. Við myndum taka Hörpu í þriggja daga buyout [það er leigja Hörpu í heild sinni og loka fyrir öðrum gestum]. Málið er að við höfum náttúrulega aldrei gert þessa hluti þannig að ég er bara eitthvað að giska, við segjum 75 milljónir á þriggja daga buyout í Hörpu. Svo tók ég 900 milljónir í artista. Þá erum við að tala um Beyoncé eða Gaga eða eitthvað slíkt. Við erum alltaf með teikningu í okkar brúðkaupum. Þannig að ég bjó til 20 milljón króna teikningu, sem væri upp á jökli eða eitthvað svakalegt.“

Ásgeir Páll bendir á að ef Hannes er í vandræðum með að eyða milljónunum þá geti hann leigt gervigreindarvélmenni frá Elon Musk, þau geti jafnvel verið þjónar í veislunni.

„Einhvers staðar verðum við að eyða þessum pening,“ svarar Hannes þeirri tillögu.

„Við erum að díla við fólk sem á ekki svona pening en er líka bara þakklát fyrir öll ævintýrin sem við bjóðum upp á.“

Hlusta má á samtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“