Manchester City er að ganga frá kaupum á Caelan-Kole Cadamarteri framherja Sheffield Wednesday.
Kappinn er aðeins 15 ára gamall en City rífur fram 1,5 milljón punda til að fá hann.
Caelan-Kole er mikið efni en faðir hans Danny Cadamarteri lék með Everton á sínum tíma.
Caelan-Kole er sóknarmaður sem hefur spilað fyrir U16 ára landslið Englands en hann er með tvöfallt ríkisfang og getur einnig spilað fyrir Skotland.
City hefur lengi fylgst með framgangi hans og horfir nú til þess að ganga frá kaupum á honum á næstu dögum.