Forráðamenn Manchester United eru farnir að skoða kaup á Fabian Ruiz miðjumanni PSG. Foot Mercato segir frá.
PSG er tilbúið að hlusta á tilboð í spænska miðjumanninn en vilja alvöru summu fyrir hann.
Ruiz er 29 ára gamall og var áður hjá Napoli en var keyptur til PSG sumarið 2022.
Hann hefur spilað 39 leiki fyrir spænska landsliðið en vitað er að Ruben Amorim hefur áhuga á því að bæta við einum miðjumanni.
Til að United geti hins vegar farið að kaupa meira af leikmönnum þarf félagið að selja leikmenn, það hefur gengið erfiðlega.