Harvey Elliott miðjumaður Liverpool vill fara frá félaginu í sumar til þess að fá meiri spilatíma. Hann er ekki í boði á Anfield.
Elliott er 22 ára gamall og var öflugur með enska U21 árs landsliðinu á núverandi Evrópumóti þar sem liðið vann mótið.
David Ornstein hjá The Athletic segir Liverpool hafa sett upp tvo verðmiða á enska miðjumanninn.
Sá fyrri er 40 milljónir punda en þá vill Liverpool hafa klásúlu um að geta keypt hann til baka.
Síðari verðmiðinn er 50 milljónir punda en enginn klásúla fyrir Liverpool að fá hann aftur. Ornstein segir líklegt að Elliott fari frá Englandi og finni sér lið sem spilar í Meistaradeildinni.